Wednesday, August 22, 2012

Vinna vinna :)

Þið vitið það kannski flest að ég er komin með nýja vinnu :)

Ég tók mjög skyndilega ákvörðun um það að fara ekki í skóla í haust og þurfti þá að fara að leita að vinnu. Ég sótti um allsstaðar sem mér datt í hug að ég gæti mögulega gert það sem fólst í því starfi. Ég endaði á því að fá nokkra tölvupósti og símtöl frá áhugasömum vinnuveitendum, en ákvað á endanum að taka vinnuna sem er bæði mjög stutt frá íbúðinni og með frábæran vinnutíma.

Ég er sem sagt starfsmaður á leikskóla :)

Ég er aðallega bara aðstoðarmaður í eldhúsinu, en þar sem það er ekki 100% vinna er ég líka inná deild að hugsa um krakka í 2 tíma á dag.

Ég er ekkert smá ánægð með þessa vinnu :) eins og ég sagði áðan, er vinnutíminn frábær (8.30 - 16.30) og ég er 5 mín að labba í vinnuna, sem er sko alls ekki slæmt :P
Allir starfsmennirnir eru mjög skemmtilegir og krakkarnir eru allir yndislegir :)
Þetta er ekki beint erfið vinna, en samt er þetta ekki auðvelt heldur. Þetta minnir mig stundum soldið á Húsó...ég var í þó nokkuð langan tíma að skræla kartöflur í gær, og það er eitthvað sem maður gerði mjög oft í skólanum :P

Svo fékk ég vinnutölvupóstfang í dag. Sem er eitthvað sem ég hef bara aldrei nokkurntímann látið mig dreyma um :P

En það sem sem sagt bara allt gott að frétta af mér (fyrir utan smá áhugaleysi með handavinnu þessu dagana)

:)

1 comment:

  1. Handavinnu áhuginn kemur aftur elskan mín þegar þú ert orðin örugg í vinnunni. Enn og aftur, til hamingju með vinnuna elskan mín.

    ReplyDelete