Saturday, May 26, 2012

Afmælismamma

Í dag á mamma mín afmæli :) Hún er klárlega besta mamma í heiminum og í tilefni þess, fær hún að sjálfsögðu pakka frá mér :D

Þar sem við búum ekki í sama landinu, er smá bið þangað til hún getur opnað þennan glæsilega pakka, en hann bíður bara í rólegheitum eftir henni í Æsufellinu, þangað til hún kemur til landsins í júní :D

Til hamingju með daginn mamma!!! :D

Sunday, May 20, 2012

Opið hús og útskrift

Jæja...það er búið að vera smá bloggleti í mér undanfarið, en fyrst að ég var að klára lopapeysuna mína og hef bara ekkert annað að gera, ætla ég að bæta það upp með mjög langri færslu :)

Í fyrsta lagi, þá var mjög vel heppnað Opið hús í Hússtjórnarskólanum, laugardaginn 5. maí.
Við vorum í nokkra daga að undirbúa sýninguna, með því að elda, baka, ræsta, raða og endurraða.

Hérna eru myndir frá sýningunni... :)

Við vorum að selja sultur sem við gerðum á önninni og ég tók þátt í að skreyta þær svona fallega :)

Hérna sjást skírnarkjólar og svuntur

Þetta er skírnarkjóllinn sem ég saumaði :) Ég var á tímabili mjög efins um að ég mundi ná að klára hann, en sko mig. Ég byrjaði langsíðust á honum, en var fyrst að klára af þeim sem saumuðu skírnarkjóla :)

Það var ein stelpa sem prjónaði skírnarkjól, og þetta er hann á standinum á langa borðinu.

Þetta er kjóllinn sem ég saumaði á sjálfa mig

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sýna svona myndir, af því að ég er svo ánægð með teppið mitt sem er á borðinu :)

Þarna er lopapeysan sem ég prjónaði og sjalið sem ég heklaði

Við vorum 5 stelpur sem prjónuðum lopapeysu eftir sömu uppskriftinni og við létum taka mynd af okkur saman í þeim. Það er alveg magnað hvað peysurnar eru allar ólíkar, þótt að þetta sé nákvæmlega sama peysan, þannig séð :P

Því miður gat ég ekki tekið við myndinni sem sannaði það að hún elsku-bestasta-frænka mín kom að heimsækja mig í skólann á opnu húsinu, þannig að ég get ekki sett myndina hérna inná. En hún Jóhanna tók sér smá pásu frá lærdómi til að kíkja á mig og borða fullt af kökum, og fékk svo leiðsögn í gegnum skólann til að skoða hvað ég var fáranlega dugleg í skólanum :)

Daginn eftir opna húsið þurftum við að skila öllu sem við gerðum á önninni, kláruðu og ókláruðu, og það voru nokkuð margar stelpur sem sváfu ekkert þá nótt til að ná að klára sem mest. En þar sem ég er alveg frábær (og einstaklega hógvær...) fór ég snemma að sofa, fékk að sofa út og kláraði svo að koma möppunni minni í lag og fór í skólann til að skila. Við fengum allar hálft borð til að gera snyrtilega hrúgu af dóti, og mín leit svona út:
Mjög myndarleg hrúga...Nema kjóllinn sem ég saumaði á sjálfa mig var ennþá á gínunni minni, og ég vildi ekki að hann mundi krumpast, þannig að hann er ekki á myndinni :)

Í vikunni eftir, vorum við bara að klára að þrífa húsið og ganga frá öllu og henda öllu sem mundi skemmast yfir sumarið, og svo fórum við í ferð að skoða Skálholt, Reykholt, Sólheima og Þingvelli, og það var alveg svakalega skemmtilegt. Við komum við í einni prjónabúð, og ég keypti að sjálfsögðu slatta af garni (ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að maður á aldrei nógu mikið garn)

Og svo kom að því að útskrifast :D

Ef það hefur farið framhjá neinum, þá var ég hæst í bekknum :D og ef ég á að vera alveg hreinskilin, finnst mér að ég hafi átt það fullkomlega skilið. Ég gerði rosalega mikið af aukaverkefnum, ég skilaði öllu þegar það átti að vera skilað, ég mætti í nánast alla tímana, ég hjálpaði eiginlega öllum stelpunum með einhver verkefni og ég var oft vakandi langt frameftir að reyna að klára eitthvað.

Þarna erum við topp 6 í bekknum :D mig minnir að það hafa tvær verið með sömu einkunn í fjórða sæti... Þær fengu allar saumabók í gjöf frá skólanum, en ég fékk ljóðabók sem heitir Stúlka, og er samantekt af ljóðum eftir íslenskar konur.

Þetta stendur innaní bókinni sem ég fékk :) það stóð bara "góður námsárangur" hjá hinum stelpunum :P

Og svo einkunnablaðið mitt :D

Ég get ekki sagt nógu oft að það er MJÖG sjaldan gefið 10 í þessum skóla, þannig að ég er ekkert smá ánægð og montin yfir það að ég hafi fengið þrjár :D og, eins og ég sagði áðan, finnst mér ég eiga þetta alveg skilið :)