Sunday, October 28, 2012

Sunnudagsdekur

Ég ákvað að vera með smá dekur handa Börk og Flóka fyrst að athyglin mín er búin að vera ansi mikið á henni Spörtu síðustu vikur. Ég þreif búrið alveg hátt og lágt og allt dótið þeirra líka. Svo skellti ég þeim meira að segja í bað :) Og þeir voru sko ekki ósáttir við það. Þeim fannst þetta bara alveg meiriháttar skemmtilegt :D
Sparta var alveg virkilega forvitin um þetta alltsaman og endaði á því að detta ofaní baðkarið á meðan ég var að leika við naggana :P hún var mjöööög fljót að bleyta allt baðherbergið :P

En svo þegar ég var að þurrka strákana kom hún og þefaði aðeins af þeim, og þeir þefuðu á móti og allir virtust bara lítast vel á hvort annað :) sem ég er alveg mjög ánægð með. Ég nenni ekki að lenda í einhverju veseni og þurfa að vera með einhver meiriháttar inngrip í hvert skipti sem Sparta fer inní eldhús.

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir af dekrinu :)




Ég ætlaði varla að ná henni Spörtu úr búrinu þeirra til að setja lokið á :P

Smá jólaföndur :)

Ég er búin að vera að hekla litlar bjöllur til að setja á seríu til að hafa sem jólaskraut í þessari viku og ég er loksins búin með allar 10 og búin að stífa þær :) ég er bara að bíða eftir að þær þorna, en ég tók samt myndir af þeim til að monta mig aðeins :P


Mamma stakk einmitt uppá því að setja smá gyllt í þær neðst og mér fannst það vera bara frábær hugmynd og það kemur ótrúlega vel út :) mjög jólalegt :P

Og svo ætla ég að henda inn einni mynd af Spörtu vera að leika sér við bangsa sinn :D
Þetta er einhver pínulítill bangsi sem ég prjónaði fyrir örugglega 10 árum og mér datt í hug að gefa henni hann og hún alveg elskar hann. Hún er reglulega að hlaupa um alla íbúðina með hann í munninum og stoppar svo inná milli til að sleikja loðnu hliðina eða leika eitthvað við hann :) Mér finnst allavega ekki leiðinlegt að eitthvað sem ég prjónaði fyrir löngu er vel nýtt í dag :)