Sunday, October 28, 2012

Sunnudagsdekur

Ég ákvað að vera með smá dekur handa Börk og Flóka fyrst að athyglin mín er búin að vera ansi mikið á henni Spörtu síðustu vikur. Ég þreif búrið alveg hátt og lágt og allt dótið þeirra líka. Svo skellti ég þeim meira að segja í bað :) Og þeir voru sko ekki ósáttir við það. Þeim fannst þetta bara alveg meiriháttar skemmtilegt :D
Sparta var alveg virkilega forvitin um þetta alltsaman og endaði á því að detta ofaní baðkarið á meðan ég var að leika við naggana :P hún var mjöööög fljót að bleyta allt baðherbergið :P

En svo þegar ég var að þurrka strákana kom hún og þefaði aðeins af þeim, og þeir þefuðu á móti og allir virtust bara lítast vel á hvort annað :) sem ég er alveg mjög ánægð með. Ég nenni ekki að lenda í einhverju veseni og þurfa að vera með einhver meiriháttar inngrip í hvert skipti sem Sparta fer inní eldhús.

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir af dekrinu :)




Ég ætlaði varla að ná henni Spörtu úr búrinu þeirra til að setja lokið á :P

4 comments:

  1. Þetta eru nú meiri krúttin :-)

    ReplyDelete
  2. This is a great web site. Good sparkling user interface and very informative blogs. I will be coming back in a bit, thanks for the great article. I have found it enormously useful..
    unblockedgames| unblocked games at school| friv 4 school| friv4school| free online games| free online games| tetris games| tetrisgames| monster high games| play monster high games| kizi 2| kizi

    ReplyDelete
  3. Big Farm

    Big Farm is an awesome multiplayer farm management game made by the Goodgame Studios.
    Your mission is simple: Create a big farm, grow crops, breed animals,
    and become the richest farmer of the universe. Enjoy Goodgame's Big Farm!

    ReplyDelete