Saturday, March 31, 2012

Alveg rétt...

Ég gleymi að láta það fylgja í gær að við vorum að búa til sultu í skólanum :)

Ég og ein önnur stelpa vorum látnar búa til marmelaði og ég er ekki frá því að þetta var bara besta marmelaðið í heiminum :P

Verst að ég eigi ekki nógu margar krukkur til að búa til sjálf :P

Friday, March 30, 2012

Sérstaklega fyrir mömmu :P

Jæja, mamma fór eitthvað að forvitnast um hvort það væri ekki að fara að koma smá blogg frá mér, þannig að ég ákvað bara að drífa í þessu :)

Ég er búin að vera alveg mjög dugleg með verkefni síðustu vikur og ég ætla að setja bara allar myndirnar hérna og skrifa bara pínu um þær...ég er ekki alveg að nenna að skrifa heilar ritgerðir :P (plús það að ég er eiginlega að verða sein...)

Hérna er ég í stórglæsilegri svuntu sem ég saumaði. Neðst í svuntunni er harðangur og klaustur útsaumur. Þetta er útsaumurinn sem mér finnst flottastur held ég...allavega finnst mér hann skemmtilegastur :P ég er einmitt að gera eitthvað aukaverkefni með svoleiðis en ég get ekki sagt meira eða sett inn neinar myndir af því að þetta er væntanleg afmælisgjöf handa einhverjum ;)

Heklað hálsmen, svokallað "frjálsmen" mjög töff, fljótgert og skemmtilegt :) þetta var svo stífað í einum ræstingartíma í vikunni og kom mjög vel út :)
Heklað sjal. Ég hlakka mikið til að nota það. Það er risastórt og girnilegt :P
Gínan að máta :)
Flókaskór úr þæfðri ull. Endalaust krúttlegir :)
Aðrir. Ég átti mjög mikla ull þannig að ég nýtti hana eins og ég gat. Ég á eftir að sauma eitthvað út í þessa, en ég get ekki ákveðið hvað...og ég þarf líka að setja band í heklaða kantinn efst svo þeir detta ekki af litlum fótum :)
Vettlingar. Ég veit EKKERT hvað ég á að setja á þessa...ég reyndi að hekla kant en hann var bara asnalegur þannig að ég ætla að tala við kennarann sem kennir hekl og fá ráð hjá henni...og svo sauma eitthvað smá út í þá líka

Tilvonandi dúlluteppi. Eins og sést þá eru þetta sexhyrndar dúllur sem mér finnst ekkert smá flott. Þær eru líka svo stórar að ég efast um að ég verði neitt voðalega lengi með eitt teppi :P

Ég man ekki eftir öðrum verkefnum í bili þannig að þetta verður bara að duga í einhvern tíma. Kannski næ ég að klára eitthvað á meðan ég er í Svíþjóð...hvað er meira töff en að ferðast með heimavinnu á milli landa?

Tuesday, March 13, 2012

Barnaföt o.fl

Jæja, þá er ég búin að vera alveg ofurdugleg við barnafatasaum :) Ég er búin að sauma barnakjól og smekkbuxur.
Þarna er kjóllinn að framan...

Og að aftan :)

Það er eitthvað soldið sem minnir mig á Teenage Mutant Ninja Turtles við þennan kjól :P En það er bara töff ;)

Og svo eru það smekkbuxurnar...
Ég setti barnapeysuna innaní buxurnar, af því að þetta á víst að vera sett :) Ég held að það sést ekki á myndinni, en tölurnar eru litlar maríubjöllur :)

Og svo er ég búin að vera voðalega dugleg að sauma harðangur og klaustur verkefnið mitt...fyrst að ég hef ekkert betra að gera þegar ég er heima... :P

Ég er ekki alveg nógu ánægð með þetta. Þetta eiga að vera hjörtu, en mér finnst, að með því að hafa þau svona samliggjandi, að ég hafi alveg tapað munstrinu. Þetta er eiginlega bara eins og einhversskonar bylgjumunstur...maður sér í rauninni bara að þetta eru hjörtu ef maður veit hvað þetta er...en þetta er nú samt ekki ljótt, og einhvernveginn efast ég um að ég muni hafa þessa svuntu á mér neitt svakalega oft :P

Sunday, March 11, 2012

Hekl

Þá erum við byrjaðar að læra að hekla í skólanum. Lítið mál fyrir mig í rauninni, þar sem ég hef verið að hekla í nokkuð mörg ár. Ég man ennþá þegar ég var alltaf að hekla föt á barbie dúkkurnar mínar :-P
Eina vandamálið fyrir mig var það að ég hef víst alltaf haldið vitlaust á nálinni. Það tók alveg soldinn tíma til að venjast því að gera það rétt, en þetta virðist vera komið hjá mér núna :-)

En við fengum svona pakka af heklunálum
Alveg ótrúlega flottar :-) Það er miklu skemmtilegara að hekla þegar maður er með svona skemmtilegar og litríkar heklunálar :-)

Við byrjuðum á því að hekla "ilmpoka" sem ég verð að viðurkenna að endi pottþétt ofaní kassa það sem eftir er...

Það vantar reyndar á hann blómið sem við heklum og svona snúru efst til að loka pokanum, en eins og er minnir hann mig sjúklega mikið á þessa gaura :-)
Enda eru þetta bara eiginlega akkúrat sömu litirnir :-P

En svo hekluðum við líka pottalepp...
Ég þarf í rauninni bara að festa dúlluna niður á hringinn og pressa aðeins yfir þetta.

Ég veit reyndar ekkert hvort ég á að vera búin með þetta eða ekki, en mér leiddist rosa mikið á föstudaginn þannig að ég kláraði þetta bara :-P Svona er ég dugleg ;-)

Tuesday, March 6, 2012

Fatasaumur

Jæja, þá er ég byrjuð að sauma föt í skólanum almennilega...hérna er fyrsta flíkin :)

Svaka flott barnapeysa :) mér finnst að liturinn hafi ekki náðst alveg nógu vel í myndinni, þetta er ljós blátt með smá gráum blæ...en það skiptir svo sem ekki voðalega miklu máli :P

Monday, March 5, 2012

Alltaf nóg að gera :)

Jæja, þá er vetrarfríið búið...ekki það að þetta hafi verið mikið frí fyrst að ég var að vinna soldið mikið :P

Ég náði samt að dunda mér við að búa mér til lítið saumaherbergi svo ég gæti kannski saumað án þess að taka alla borðstofuna undir allar saumavélarnar og allt draslið sem fylgir þessu...það er auðvitað langbest að hafa allt dótið á einum stað :)

Þarna er flotta saumaborðið mitt og gínan mín :)

Og svo er overlockvélin með annað borð, sem breytist síðan í naglaborð þegar þess þarf

Auðvitað er ég að byrja á allskonar verkefnum í skólanum eins og venjulega :)

Ég er að byrja í fatasaum í skólanum núna. Ég hlakka rosa til að fara að gera kjól á mig :) það er langt síðan ég hef verið að gera svoleiðis í skóla...

Við byrjuðum svo að gera harðangur og klaustur í dag líka og það gengur bara ágætlega. Ég var alltaf mjög spennt að byrja á þessu af því að mér finnst svona alveg ótrúlega fallegt :)
Þarna er byrjunin. Þetta eiga að enda sem hjörtu þegar ég er komin lengra. Hinsvegar er ég alveg búin með faldinn. Þetta kallast gatafaldur og ég var soldið smeyk að byrja á því fyrst að stelpurnar sem voru að gera þetta fyrir vetrarfrí voru að bölva þessu svo svakalega að ég hélt að þetta væri eitthvað viðbjóðslega mikið mál...en svo reyndist ekki. Þetta var bara alveg mjög einfalt og fljótgert. En kannski er ég bara svona klár ;)

Ég byrjaði á öðru prjónaverkefni um helgina. Bara svona aukaverkefni samt. Ég er ekki komin neitt mjög langt, en hérna er samt mynd...
Kjóllinn á að líta svona út, eins og á myndinni þarna, og eins og sést er ég aðeins byrjuð á pilsinu og þetta gengur bara nokkuð vel. Ég er alveg búin að ná mynstrinu, þótt að það tók smá tíma að fatta það alveg 100% Ég er alveg mjög spennt að sjá hvort þetta verði ekki geðveikt flott hjá mér :)

Saturday, March 3, 2012

Smá blanda af öllu :)

Ég er ekki alveg búin að vera nógu dugleg að setja inn myndir, en ég bara bæti það upp núna :)

Foreldraboðið var auðvitað um daginn og það var mjög vel heppnað (að mínu mati allavega) við elduðum alveg þvílíkt magn af mat fyrir kvöldið...kalkúnabringur, bayonnesskinka, roast beef, síld, fiskihlaup, sjávarréttarsalat og margt margt fleira :)
Svo í eftirrétt voru ýmsar kökur, m.a. kransakaka :) hún var alveg svakalega flott og alveg nokkuð góð. Ég man ekki eftir að hafa fengið kransaköku áður, en þar sem ég er ekkert mjög hrifin af marsipani finnst mér ekki eins og ég hafi verið að missa af neitt miklu...
Ég tók eiginlega engar myndir í boðinu, heldur bara hópmynd af okkur stelpunum

Við erum alveg geggjað flottur hópur :D og geðveikt girnilegur matur

Svo var ég að tala um hvað ég var sár að geta ekki ofið barnateppi sem er mjög svipað og bleika tíglateppið, nema bara með minni tíglum. En við vorum tvær stelpur sem vildum báðar gera það og við spurðum kennarann hvort við máttum ekki taka síðustu helgi í að gera þetta teppi og svo bara setja nýja uppistöðu í stólinn strax á mánudaginn. Og það var bara ekkert mál. Ég fór sem sagt uppí skóla snemma síðasta sunnudag og eyddi tæpum fimm tímum þar að klára teppið. Og ég er alveg ótrúlega ánægð með bæði teppið og sjálfa mig :P
Ég ætlaði alltaf að hafa það blátt, en fyrst að ég var búin að gera annað teppi blátt, gat ég eiginlega ekki gert það. En ég fann ofboðslega flottan túrkís lit sem ég notaði bara í staðin :)

Svo er ég á fullu að gera skírnarkjól núna. Ég ætla að hafa tjullkjól og verð með útsaum í tjullinu á pilsinu. Ég var heillengi í gær að staðsetja munstrið rétt á tjullið og byrja að sauma það.

Þetta er munstrið. Ég ákvað að gera mit eigið af því að ég var ekki hrifin af þeim sem voru til uppí skóla. Þetta munstur var upphaflega þannig að það átti að koma rosalega hátt uppí pilsið í miðjunni að framan en mér finnst það asnalegt af því að pilsið er rykkt í mittinu, og ef útsaumurinn nær langt upp, fær saumurinn ekkert að njóta sín almennilega. Blómin voru líka rósir, en mér fannst skrítið að hafa rósir á skírnarkjól þannig að ég breytti þeim í túlipana. Svona fyrst að ég er svo hrifin af túlipönum :)

Og þarna sést hvað ég þurfti mikið að títa tjullið á blaðið og svo...
...þræða í kringum allt munstrið. Þetta pirraði mig mikið meira en sjálfur útsaumurinn. Væntanlega fyrst að ég veit að þetta verður hvort sem er tekið út þegar ég er búin að sauma út í tjullið...en ég kláraði og þetta er allt að koma :)

Og svo fyrst að ég get ekki tekið mynd af sjálfri mér að sauma, verðiði bara að ímynda ykkur að sjá mig inní eldhúsi með tvo metra af tjulli og slatta af sníðapappír í fanginu að nota stækkunarglerlampann sem er til hérna. Ég lít pottþétt út eins og einhver algjör kjáni :P