Tuesday, March 13, 2012

Barnaföt o.fl

Jæja, þá er ég búin að vera alveg ofurdugleg við barnafatasaum :) Ég er búin að sauma barnakjól og smekkbuxur.
Þarna er kjóllinn að framan...

Og að aftan :)

Það er eitthvað soldið sem minnir mig á Teenage Mutant Ninja Turtles við þennan kjól :P En það er bara töff ;)

Og svo eru það smekkbuxurnar...
Ég setti barnapeysuna innaní buxurnar, af því að þetta á víst að vera sett :) Ég held að það sést ekki á myndinni, en tölurnar eru litlar maríubjöllur :)

Og svo er ég búin að vera voðalega dugleg að sauma harðangur og klaustur verkefnið mitt...fyrst að ég hef ekkert betra að gera þegar ég er heima... :P

Ég er ekki alveg nógu ánægð með þetta. Þetta eiga að vera hjörtu, en mér finnst, að með því að hafa þau svona samliggjandi, að ég hafi alveg tapað munstrinu. Þetta er eiginlega bara eins og einhversskonar bylgjumunstur...maður sér í rauninni bara að þetta eru hjörtu ef maður veit hvað þetta er...en þetta er nú samt ekki ljótt, og einhvernveginn efast ég um að ég muni hafa þessa svuntu á mér neitt svakalega oft :P

2 comments:

  1. Allt hverju öðru flottara, mjög gaman að sjá verkefnin þín á netinu fyrir okkur hin lengra í burtu :)

    ReplyDelete
  2. Og líka gott fyrir okkur styttra í burtu. Mjög flott hjá þér Dagmar og gaman að sjá allt sem þú ert að gera. Öll barnabörnin hennar mömmu sem eru skírð voru skírð í skírnarkjól sem mamma saumaði einmitt í þessum skóla.

    ReplyDelete