Jæja, eftir að ég las þessa bloggfærslu frá honum pabba mínum um daginn hef ég ekki beint verið sátt. Ég get ekki einusinni sagt ykkur hvað það er langt síðan ég og Tinna fórum að biðja um ketti og hunda, en alltaf var sagt nei við okkur. En það er víst sagt að yngsta barnið sé alltaf dekrað mest, og það virðist allavega vera rétt í þessu tilfelli :P
En allavega, ég fór reglulega að nefna það við foreldra mína að ég þyrfti nú bara klárlega að eignast kött. Tinna á tvo ketti, Rúnar Atli á líka tvo ketti (og þrjá hunda...) en ég átti engan :(
En þessi bið mín er loksins búin, af því að í dag rættist þessi draumur minn og ég eignaðist loksins lítinn kettling :)
Hún Sparta :)
Það var ákveðið á fimmtudaginn að hún kæmi til mín í dag og ég skal alveg segja það að þessir tveir dagar eru ekki búnir að vera fljótir að líða :P
En ég reyndi að gera allt til að láta tímann fljúga í dag. Ég keypti allar þessar helstu nauðsynjavörur fyrir ketti og setti allt þangað sem það átti að fara. Svo þurfti ég auðvitað að taka ýmislegt brothætt og setja það á betri stað til að fækka hugsanlegum slysum :)
Ég hlakka bara til þegar Sparta verður búin að venjast nýja umhverfinu af því að ég veit hvað er gott að hafa kisu á heimilinu :)