Wednesday, February 22, 2012

Ekkert nema endar...

Þá er ég loksins búin að ganga frá öllum endum í öllum teppum sem ég hef ofið...og þeir voru bara ekkert smá margir. Ég er komin með krampa í hendurnar út af þessu öllu :P
Þarna sjáiði alla endana. Værðarvoðið (sem er neðst) er með 402 spotta, báðumegin, sem þarf að snúa saman á sérstakan hátt til að koma í veg fyrir að það rakni allt upp...hin teppin eru ekki með jafn marga (sem ég er alveg óendanlega þakklát fyrir) 
En þetta er búið og ég er bara mjög ánægð með alltsaman.

Ég tók líka myndir af því sem ég hef ekki ennþá náð að taka myndir af...

Værðarvoðið fallega...

Og strákateppið mitt...
Ef þið horfið rosalega vel sést smá blær af bleikum, hvítum, off white og ljósbláum í uppistöðunni. Þetta er alveg virkilega óljóst nema ef maður annaðhvort veit af þessu, eða er að skoða þetta virkilega vandlega...ég tók eina aðra mynd aðeins nær til að reyna að sýna þetta betur...
Þetta sést aðallega á endunum (þessir snúnu) að það eru nokkrir litir í uppistöðunni, en þetta sést að sjálfsögðu langbest ef maður fær að sjá þetta með berum augum :) 

Undirbúningur

Það styttist alveg svakalega í þetta foreldraboð. Ekki á morgun, heldur hinn. Það er eitthvað svo bugandi við að vita hvað ég á eftir að gera mikið sem á að vera til sýnis.

Ég er búin að vera að prjóna og prjóna á milljón síðustu daga, en samt kemst ég ekkert áfram með þessa blessuðu lopapeysu :( og svo þarf að ganga frá öllum endum á teppunum sem ég hef verið að vefa og það er ótrúlega tímafrekt.

Og ég á líka eftir að þvo slatta svo það verði extra fallegt fyrir foreldraboðið.

Verst að foreldrar mínir komast ekki til að sjá þetta allt...

Monday, February 20, 2012

Vöggusett

Þá er ég loksins loksins LOKSINS búin með vöggusettið. Ég á reyndar eftir að brjóta það fallega saman, en það er ennþá pínu rakt þannig að það verður aðeins að bíða :P
Ég mátti ekki vera seinna að setja það í þvott af því að ég á að skila því á eftir...

Og myndir :)

Þarna er koddaverið aftur. Ennþá jafn fallegt og síðast :P (ég er ekkert montin eða neitt... :P )

Þarna er sængurverið. Það sést munstrið og textinn saman, þótt að það er eiginlega ekki hægt að lesa textann. Það sést líka lekið undir munstrinu, og þótt að mér fannst það voðalega gamaldags fyrst, finnst mér núna að þetta bindi allt sængurverið saman. Það væri einhvernveginn skrítið ef það væri ekki eitthvað til að afmarka efsta hlutann sem myndin á að vera saumuð í.

Og svo er ég með eina nærmynd af textanum. Þetta er auðvitað ekkert smá ljós litur þannig að það er soldið erfitt að ná góðri mynd sem er hægt að lesa textann af, en það stendur "Goodnight my angel, it's time to close your eyes" sem er þýtt að íslensku sem "Góða nótt engillinn minn, það er kominn tími til að loka augunum" mér finnst reyndar þýðingin mín ekkert falleg, en það er alveg pottþétt hægt að segja þetta á einhvern betri hátt. Þetta er setning úr lagi eftir Billy Joel sem mér finnst voðalega fallegt :)

Ef einhver vill hlusta á lagið, þá er þetta linkur á það á youtube: Lullaby

Saturday, February 11, 2012

Enn fleiri verkefni

Þá er ég byrjuð að sauma út í vöggusett. Ég kláraði koddaverið í gær og ég er bara alveg ótrúlega ánægð með það

Og svo ein nærmynd
Og svo þarf ég eiginlega að sýna rönguna af því að ég er svo stolt af því :)
Það er bara alveg eins og framhliðin :) svona eins og þetta á að vera :)

Ég er líka búin að vera að fá næstumþví allt sem ég hef ofið tilbaka og þarf að undirbúa þetta alltsaman fyrir foreldraboðið. Ganga frá endunum og þvo þetta og eitthvað. En hérna eru myndir...
Barnateppið er komið. Ég er að vona að ég komist í annan vefstól með næstumþví alveg eins munstri, nema þá eru tíglarnir aðeins minni bara, og hafa það blátt. Maður verður að vera undirbúin fyrir allt :P

Rósabandið er líka alveg komið. Ég hef samt ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þetta...

Ég er líka búin að klára barnasokkana og vettlingana sem eru í stíl við húfuna sem ég prjónaði um daginn.
Það sést ekki vel á myndinni en það er svona lítil snúra fyrir ofan stroffið á vettlingunum og ég ætla að fá smá garn hjá einni stelpunni í bekknum sem er dökk fjólublátt og nota það í vettlingana svo þetta falli ekki svona inní og verði aðeins flottara :) Og hún fær garn frá mér í staðin

Saturday, February 4, 2012

Saumasteinninn

Það hefur líklega ekkert farið framhjá mörgum að þetta saumasteinsverkefni er ekki eitthvað sem ég var spennt fyrir eða fannst skemmtilegt að gera...en ég kláraði hann loksins. Það á einmitt að skila honum á mánudaginn og ég var bara lengur í skólanum í dag með nokkrum öðrum að sauma þetta.

Og þetta er afraksturinn:

*drumroll*


Og önnur mynd...



Og ein í viðbót, af því að ég er svo stolt að vera búin með hann :)


Þetta er klárlega flottasti saumasteinninn sem ég hef á ævinni séð :P
En ég er bara nokkuð sátt við útkomuna :)