Sunday, October 28, 2012

Sunnudagsdekur

Ég ákvað að vera með smá dekur handa Börk og Flóka fyrst að athyglin mín er búin að vera ansi mikið á henni Spörtu síðustu vikur. Ég þreif búrið alveg hátt og lágt og allt dótið þeirra líka. Svo skellti ég þeim meira að segja í bað :) Og þeir voru sko ekki ósáttir við það. Þeim fannst þetta bara alveg meiriháttar skemmtilegt :D
Sparta var alveg virkilega forvitin um þetta alltsaman og endaði á því að detta ofaní baðkarið á meðan ég var að leika við naggana :P hún var mjöööög fljót að bleyta allt baðherbergið :P

En svo þegar ég var að þurrka strákana kom hún og þefaði aðeins af þeim, og þeir þefuðu á móti og allir virtust bara lítast vel á hvort annað :) sem ég er alveg mjög ánægð með. Ég nenni ekki að lenda í einhverju veseni og þurfa að vera með einhver meiriháttar inngrip í hvert skipti sem Sparta fer inní eldhús.

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir af dekrinu :)




Ég ætlaði varla að ná henni Spörtu úr búrinu þeirra til að setja lokið á :P

Smá jólaföndur :)

Ég er búin að vera að hekla litlar bjöllur til að setja á seríu til að hafa sem jólaskraut í þessari viku og ég er loksins búin með allar 10 og búin að stífa þær :) ég er bara að bíða eftir að þær þorna, en ég tók samt myndir af þeim til að monta mig aðeins :P


Mamma stakk einmitt uppá því að setja smá gyllt í þær neðst og mér fannst það vera bara frábær hugmynd og það kemur ótrúlega vel út :) mjög jólalegt :P

Og svo ætla ég að henda inn einni mynd af Spörtu vera að leika sér við bangsa sinn :D
Þetta er einhver pínulítill bangsi sem ég prjónaði fyrir örugglega 10 árum og mér datt í hug að gefa henni hann og hún alveg elskar hann. Hún er reglulega að hlaupa um alla íbúðina með hann í munninum og stoppar svo inná milli til að sleikja loðnu hliðina eða leika eitthvað við hann :) Mér finnst allavega ekki leiðinlegt að eitthvað sem ég prjónaði fyrir löngu er vel nýtt í dag :)

Saturday, September 15, 2012

Endalausar fjölganir

Jæja, eftir að ég las þessa bloggfærslu frá honum pabba mínum um daginn hef ég ekki beint verið sátt. Ég get ekki einusinni sagt ykkur hvað það er langt síðan ég og Tinna fórum að biðja um ketti og hunda, en alltaf var sagt nei við okkur. En það er víst sagt að yngsta barnið sé alltaf dekrað mest, og það virðist allavega vera rétt í þessu tilfelli :P

En allavega, ég fór reglulega að nefna það við foreldra mína að ég þyrfti nú bara klárlega að eignast kött. Tinna á tvo ketti, Rúnar Atli á líka tvo ketti (og þrjá hunda...) en ég átti engan :(

En þessi bið mín er loksins búin, af því að í dag rættist þessi draumur minn og ég eignaðist loksins lítinn kettling :)

Hún Sparta :)

Það var ákveðið á fimmtudaginn að hún kæmi til mín í dag og ég skal alveg segja það að þessir tveir dagar eru ekki búnir að vera fljótir að líða :P
En ég reyndi að gera allt til að láta tímann fljúga í dag. Ég keypti allar þessar helstu nauðsynjavörur fyrir ketti og setti allt þangað sem það átti að fara. Svo þurfti ég auðvitað að taka ýmislegt brothætt og setja það á betri stað til að fækka hugsanlegum slysum :)

Ég hlakka bara til þegar Sparta verður búin að venjast nýja umhverfinu af því að ég veit hvað er gott að hafa kisu á heimilinu :)

Wednesday, August 22, 2012

Vinna vinna :)

Þið vitið það kannski flest að ég er komin með nýja vinnu :)

Ég tók mjög skyndilega ákvörðun um það að fara ekki í skóla í haust og þurfti þá að fara að leita að vinnu. Ég sótti um allsstaðar sem mér datt í hug að ég gæti mögulega gert það sem fólst í því starfi. Ég endaði á því að fá nokkra tölvupósti og símtöl frá áhugasömum vinnuveitendum, en ákvað á endanum að taka vinnuna sem er bæði mjög stutt frá íbúðinni og með frábæran vinnutíma.

Ég er sem sagt starfsmaður á leikskóla :)

Ég er aðallega bara aðstoðarmaður í eldhúsinu, en þar sem það er ekki 100% vinna er ég líka inná deild að hugsa um krakka í 2 tíma á dag.

Ég er ekkert smá ánægð með þessa vinnu :) eins og ég sagði áðan, er vinnutíminn frábær (8.30 - 16.30) og ég er 5 mín að labba í vinnuna, sem er sko alls ekki slæmt :P
Allir starfsmennirnir eru mjög skemmtilegir og krakkarnir eru allir yndislegir :)
Þetta er ekki beint erfið vinna, en samt er þetta ekki auðvelt heldur. Þetta minnir mig stundum soldið á Húsó...ég var í þó nokkuð langan tíma að skræla kartöflur í gær, og það er eitthvað sem maður gerði mjög oft í skólanum :P

Svo fékk ég vinnutölvupóstfang í dag. Sem er eitthvað sem ég hef bara aldrei nokkurntímann látið mig dreyma um :P

En það sem sem sagt bara allt gott að frétta af mér (fyrir utan smá áhugaleysi með handavinnu þessu dagana)

:)

Tuesday, August 14, 2012

Handavinnuafrakstur sumarsins :)

Jæja, ég er búin í bloggfríinu mínu (í bili :P ) og þá er kominn tími að sýna heiminum hvað ég var dugleg að prjóna og hekla í sumar :)

Þetta er peysan sem ég gerði um leið og ég var búin í skólanum þegar ég áttaði mig á því að ég hafði ekkert að gera og mér leið bara hálf illa :P
Ég er búin að nota þessa alveg slatta í sumar en ég bara gleymdi alltaf að taka mynd til að setja hana á síðuna :P

Hérna eru geðveikt krúttlegir og þægilegir sokkar sem ég prjónaði á mig.

Hérna er kjóllinn sem ég prjónaði á hana Jóhönnu. Ég er auðvitað ennþá að bíða eftir að fá betri mynd af kjólnum, en þangað til, verður þessi bara að duga :)

Þetta er kápan sem ég prjónaði á mig í sumar. Það er ekkert smá langt síðan ég sá hana og vildi prjóna hana og ég gat loksins gert það í sumar og ég er ekkert smá ánægð :D Ég á reyndar eftir að setja tölur á hana og þetta er kjánaleg mynd, en fyrst að ég bý ein get ég ekki látið neinn taka mynd af mér í henni :P

Svo heklaði ég þetta teppi um daginn handa heppnum strák sem er ekki ennþá kominn í heiminn :)

Svo ákvað ég loksins að prjóna svona dúllu í gær. Ég er ekki ALVEG nógu ánægð með hana, en þetta er sú fyrsta sem ég gerði þannig að ég gat svo sem ekki búist við því að vera fullkomin í fyrstu tilraun :P Það gerist bara næst ;)

Saturday, May 26, 2012

Afmælismamma

Í dag á mamma mín afmæli :) Hún er klárlega besta mamma í heiminum og í tilefni þess, fær hún að sjálfsögðu pakka frá mér :D

Þar sem við búum ekki í sama landinu, er smá bið þangað til hún getur opnað þennan glæsilega pakka, en hann bíður bara í rólegheitum eftir henni í Æsufellinu, þangað til hún kemur til landsins í júní :D

Til hamingju með daginn mamma!!! :D

Sunday, May 20, 2012

Opið hús og útskrift

Jæja...það er búið að vera smá bloggleti í mér undanfarið, en fyrst að ég var að klára lopapeysuna mína og hef bara ekkert annað að gera, ætla ég að bæta það upp með mjög langri færslu :)

Í fyrsta lagi, þá var mjög vel heppnað Opið hús í Hússtjórnarskólanum, laugardaginn 5. maí.
Við vorum í nokkra daga að undirbúa sýninguna, með því að elda, baka, ræsta, raða og endurraða.

Hérna eru myndir frá sýningunni... :)

Við vorum að selja sultur sem við gerðum á önninni og ég tók þátt í að skreyta þær svona fallega :)

Hérna sjást skírnarkjólar og svuntur

Þetta er skírnarkjóllinn sem ég saumaði :) Ég var á tímabili mjög efins um að ég mundi ná að klára hann, en sko mig. Ég byrjaði langsíðust á honum, en var fyrst að klára af þeim sem saumuðu skírnarkjóla :)

Það var ein stelpa sem prjónaði skírnarkjól, og þetta er hann á standinum á langa borðinu.

Þetta er kjóllinn sem ég saumaði á sjálfa mig

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sýna svona myndir, af því að ég er svo ánægð með teppið mitt sem er á borðinu :)

Þarna er lopapeysan sem ég prjónaði og sjalið sem ég heklaði

Við vorum 5 stelpur sem prjónuðum lopapeysu eftir sömu uppskriftinni og við létum taka mynd af okkur saman í þeim. Það er alveg magnað hvað peysurnar eru allar ólíkar, þótt að þetta sé nákvæmlega sama peysan, þannig séð :P

Því miður gat ég ekki tekið við myndinni sem sannaði það að hún elsku-bestasta-frænka mín kom að heimsækja mig í skólann á opnu húsinu, þannig að ég get ekki sett myndina hérna inná. En hún Jóhanna tók sér smá pásu frá lærdómi til að kíkja á mig og borða fullt af kökum, og fékk svo leiðsögn í gegnum skólann til að skoða hvað ég var fáranlega dugleg í skólanum :)

Daginn eftir opna húsið þurftum við að skila öllu sem við gerðum á önninni, kláruðu og ókláruðu, og það voru nokkuð margar stelpur sem sváfu ekkert þá nótt til að ná að klára sem mest. En þar sem ég er alveg frábær (og einstaklega hógvær...) fór ég snemma að sofa, fékk að sofa út og kláraði svo að koma möppunni minni í lag og fór í skólann til að skila. Við fengum allar hálft borð til að gera snyrtilega hrúgu af dóti, og mín leit svona út:
Mjög myndarleg hrúga...Nema kjóllinn sem ég saumaði á sjálfa mig var ennþá á gínunni minni, og ég vildi ekki að hann mundi krumpast, þannig að hann er ekki á myndinni :)

Í vikunni eftir, vorum við bara að klára að þrífa húsið og ganga frá öllu og henda öllu sem mundi skemmast yfir sumarið, og svo fórum við í ferð að skoða Skálholt, Reykholt, Sólheima og Þingvelli, og það var alveg svakalega skemmtilegt. Við komum við í einni prjónabúð, og ég keypti að sjálfsögðu slatta af garni (ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að maður á aldrei nógu mikið garn)

Og svo kom að því að útskrifast :D

Ef það hefur farið framhjá neinum, þá var ég hæst í bekknum :D og ef ég á að vera alveg hreinskilin, finnst mér að ég hafi átt það fullkomlega skilið. Ég gerði rosalega mikið af aukaverkefnum, ég skilaði öllu þegar það átti að vera skilað, ég mætti í nánast alla tímana, ég hjálpaði eiginlega öllum stelpunum með einhver verkefni og ég var oft vakandi langt frameftir að reyna að klára eitthvað.

Þarna erum við topp 6 í bekknum :D mig minnir að það hafa tvær verið með sömu einkunn í fjórða sæti... Þær fengu allar saumabók í gjöf frá skólanum, en ég fékk ljóðabók sem heitir Stúlka, og er samantekt af ljóðum eftir íslenskar konur.

Þetta stendur innaní bókinni sem ég fékk :) það stóð bara "góður námsárangur" hjá hinum stelpunum :P

Og svo einkunnablaðið mitt :D

Ég get ekki sagt nógu oft að það er MJÖG sjaldan gefið 10 í þessum skóla, þannig að ég er ekkert smá ánægð og montin yfir það að ég hafi fengið þrjár :D og, eins og ég sagði áðan, finnst mér ég eiga þetta alveg skilið :)