Tuesday, August 14, 2012

Handavinnuafrakstur sumarsins :)

Jæja, ég er búin í bloggfríinu mínu (í bili :P ) og þá er kominn tími að sýna heiminum hvað ég var dugleg að prjóna og hekla í sumar :)

Þetta er peysan sem ég gerði um leið og ég var búin í skólanum þegar ég áttaði mig á því að ég hafði ekkert að gera og mér leið bara hálf illa :P
Ég er búin að nota þessa alveg slatta í sumar en ég bara gleymdi alltaf að taka mynd til að setja hana á síðuna :P

Hérna eru geðveikt krúttlegir og þægilegir sokkar sem ég prjónaði á mig.

Hérna er kjóllinn sem ég prjónaði á hana Jóhönnu. Ég er auðvitað ennþá að bíða eftir að fá betri mynd af kjólnum, en þangað til, verður þessi bara að duga :)

Þetta er kápan sem ég prjónaði á mig í sumar. Það er ekkert smá langt síðan ég sá hana og vildi prjóna hana og ég gat loksins gert það í sumar og ég er ekkert smá ánægð :D Ég á reyndar eftir að setja tölur á hana og þetta er kjánaleg mynd, en fyrst að ég bý ein get ég ekki látið neinn taka mynd af mér í henni :P

Svo heklaði ég þetta teppi um daginn handa heppnum strák sem er ekki ennþá kominn í heiminn :)

Svo ákvað ég loksins að prjóna svona dúllu í gær. Ég er ekki ALVEG nógu ánægð með hana, en þetta er sú fyrsta sem ég gerði þannig að ég gat svo sem ekki búist við því að vera fullkomin í fyrstu tilraun :P Það gerist bara næst ;)

2 comments: