Sunday, October 28, 2012

Smá jólaföndur :)

Ég er búin að vera að hekla litlar bjöllur til að setja á seríu til að hafa sem jólaskraut í þessari viku og ég er loksins búin með allar 10 og búin að stífa þær :) ég er bara að bíða eftir að þær þorna, en ég tók samt myndir af þeim til að monta mig aðeins :P


Mamma stakk einmitt uppá því að setja smá gyllt í þær neðst og mér fannst það vera bara frábær hugmynd og það kemur ótrúlega vel út :) mjög jólalegt :P

Og svo ætla ég að henda inn einni mynd af Spörtu vera að leika sér við bangsa sinn :D
Þetta er einhver pínulítill bangsi sem ég prjónaði fyrir örugglega 10 árum og mér datt í hug að gefa henni hann og hún alveg elskar hann. Hún er reglulega að hlaupa um alla íbúðina með hann í munninum og stoppar svo inná milli til að sleikja loðnu hliðina eða leika eitthvað við hann :) Mér finnst allavega ekki leiðinlegt að eitthvað sem ég prjónaði fyrir löngu er vel nýtt í dag :)

3 comments:

 1. Rosalega flottar bjöllurnar hjá þér og já þetta gyllta kemur flott út :-)

  ReplyDelete
 2. I am an avid reader who likes engaging content. That's why I am here. Your original views on this topic are refreshing and interesting. You've done a great job of expressing your views. Thank you.
  tu 95| call of duty| clicker heroes| strike force heroes 2| kitten cannon

  ReplyDelete
 3. Play the Best Free Games! We've picked out the racing games, cooking games, candy crush, games shooting, fashion games, ...
  Thanks for sharing !
  Kizi 200
  Friv 1
  Y88
  Y9

  ReplyDelete