Wednesday, February 22, 2012

Ekkert nema endar...

Þá er ég loksins búin að ganga frá öllum endum í öllum teppum sem ég hef ofið...og þeir voru bara ekkert smá margir. Ég er komin með krampa í hendurnar út af þessu öllu :P
Þarna sjáiði alla endana. Værðarvoðið (sem er neðst) er með 402 spotta, báðumegin, sem þarf að snúa saman á sérstakan hátt til að koma í veg fyrir að það rakni allt upp...hin teppin eru ekki með jafn marga (sem ég er alveg óendanlega þakklát fyrir) 
En þetta er búið og ég er bara mjög ánægð með alltsaman.

Ég tók líka myndir af því sem ég hef ekki ennþá náð að taka myndir af...

Værðarvoðið fallega...

Og strákateppið mitt...
Ef þið horfið rosalega vel sést smá blær af bleikum, hvítum, off white og ljósbláum í uppistöðunni. Þetta er alveg virkilega óljóst nema ef maður annaðhvort veit af þessu, eða er að skoða þetta virkilega vandlega...ég tók eina aðra mynd aðeins nær til að reyna að sýna þetta betur...
Þetta sést aðallega á endunum (þessir snúnu) að það eru nokkrir litir í uppistöðunni, en þetta sést að sjálfsögðu langbest ef maður fær að sjá þetta með berum augum :) 

No comments:

Post a Comment