Saturday, April 28, 2012

Foreldraboð 2

Í gær var foreldraboð fyrir hinn hópinn í skólanum og við hinar sáum um að allt yrði flott og engin matur vantaði og allt var hreint og fínt :) þetta var alveg rosalega flott og vel heppnað, þótt að manni var soldið mikið illt í bakinu og fótunum þegar þetta var allt búið :)

En ég tók slatta af myndum :)

Þarna sést flotti barnakjóllinn sem ég prjónaði og svo er dúlluteppið mitt undir öllu hinu sem er á borðinu
Fullt af litlum húfum :)
Þarna eru hekluðu ilmpokarnir og pottalepparnir sem við þurftum að gera. Mitt er þetta ljósbláa með grænu og gulu blómi til hægri á myndinni fyrir ofan þetta bleika og fjólubláa :)
Þetta er kjóllinn sem ég saumaði á mig. Ég mætti með gínuna mína uppí skóla til að geta sýnt kjólinn minn almennilega. Hann nýtur sín akkúrat ekki neitt hangandi á herðatréi...
Þetta er kjóllinn minn alveg fremst
Þetta eru allar svunturnar sem við erum búnar að vera að sauma

Þetta er púðinn sem handavinnukennarinn bað mig um að gera aukalega til að fá smá feedback um hvernig þetta verkefni er. Hún ætlar að hafa eitthvað svipað á næstu önn í staðin fyrir saumasteinana fyrst að þeir voru svo óvinsælir :P
Þarna sjást bleiku flókaskórnir sem ég gerði, fyrir aftan hvítu flókaskóna sem Katrín, vinkona mín gerði. Við skiptum á pínu ull til að fá smá auka lit í skóna :)
Þetta er nálapúðinn minn, sem var alveg fyrsta verkefnið sem ég gerði, en gleymdi alltaf að taka mynd af...
Þessir flókaskór fyrir neðan kjólinn eru frá mér líka. Það sést samt ekki alveg nógu vel að það eru líka vettlingar fyrir framan þá, og það eru stjörnur saumað út í bæði
Það var ekkert smá mikið sem var á þessari sýningu. Mér finnst soldið leiðinlegt að sýningin hjá mér var svo snemma á önninni, það var ekki helmingurinn af þessu tilbúið fyrir gestina okkar að sjá...
Þarna erum við allar, sætar og fínar í Húsó bolum og svuntum, tilbúnar til að fara að taka á móti gestum :)
Þetta eru svona "aðal" vinkonurnar mínar í bekknum. Sunneva, Halla, ég, Unnur, Magga og Katrín
Svo var kominn smá galsi í okkur þegar það var eiginlega búið að gera allt þannig að við fórum í flippmyndatöku :)

6 comments:

 1. Til hamingju með þetta allt saman. Ótrúlegt hvað þið hafið afkastað á ekki lengri tíma. Ef dæma má af myndunum þykir ykkur ekki leiðinlegt í skólanum

  ReplyDelete
 2. Já þetta er alveg frábært hjá ykkur og gaman að sjá myndirnar

  ReplyDelete
 3. I would like more information about this, because it is very nice. Thanks for sharing!
  happy wheels | friv4school | happy wheels

  ReplyDelete