Wednesday, August 22, 2012

Vinna vinna :)

Þið vitið það kannski flest að ég er komin með nýja vinnu :)

Ég tók mjög skyndilega ákvörðun um það að fara ekki í skóla í haust og þurfti þá að fara að leita að vinnu. Ég sótti um allsstaðar sem mér datt í hug að ég gæti mögulega gert það sem fólst í því starfi. Ég endaði á því að fá nokkra tölvupósti og símtöl frá áhugasömum vinnuveitendum, en ákvað á endanum að taka vinnuna sem er bæði mjög stutt frá íbúðinni og með frábæran vinnutíma.

Ég er sem sagt starfsmaður á leikskóla :)

Ég er aðallega bara aðstoðarmaður í eldhúsinu, en þar sem það er ekki 100% vinna er ég líka inná deild að hugsa um krakka í 2 tíma á dag.

Ég er ekkert smá ánægð með þessa vinnu :) eins og ég sagði áðan, er vinnutíminn frábær (8.30 - 16.30) og ég er 5 mín að labba í vinnuna, sem er sko alls ekki slæmt :P
Allir starfsmennirnir eru mjög skemmtilegir og krakkarnir eru allir yndislegir :)
Þetta er ekki beint erfið vinna, en samt er þetta ekki auðvelt heldur. Þetta minnir mig stundum soldið á Húsó...ég var í þó nokkuð langan tíma að skræla kartöflur í gær, og það er eitthvað sem maður gerði mjög oft í skólanum :P

Svo fékk ég vinnutölvupóstfang í dag. Sem er eitthvað sem ég hef bara aldrei nokkurntímann látið mig dreyma um :P

En það sem sem sagt bara allt gott að frétta af mér (fyrir utan smá áhugaleysi með handavinnu þessu dagana)

:)

4 comments:

 1. Handavinnu áhuginn kemur aftur elskan mín þegar þú ert orðin örugg í vinnunni. Enn og aftur, til hamingju með vinnuna elskan mín.

  ReplyDelete
 2. Online gaming is a hobby of many people. Game Run Unblockedversions as Run 3 Unblocked or Run 4 Unblocked is a very interesting game to control the bear run or jump to the safe landing area falls. risks with such racing game Car Racing Games or interesting as the game Donkey Kong Unblocked or Car Racing Games wrap pulled a lot of players. Good luck!

  ReplyDelete
 3. Head Soccer and Big Head Football you will have the best experience on the sport king. big head basketball and Head Soccer and Big Head Soccer and Big Head Football will make the most demanding on electronic games must also satisfied. Come to Big Head Football and big head basketball and Big Head Soccer to experience the most wonderful thing. Thank you

  ReplyDelete
 4. With football we always have exciting games such as head soccer and head soccer unblocked and soccer heads and head soccer 2 or big head basketball big head soccer or head soccer will bring to everyone the good entertainment Best. After work you can play with Big Head Football and Big Head Soccer or Head Soccer to reduce the pressure of work. With big head basketball

  ReplyDelete