Saturday, February 11, 2012

Enn fleiri verkefni

Þá er ég byrjuð að sauma út í vöggusett. Ég kláraði koddaverið í gær og ég er bara alveg ótrúlega ánægð með það

Og svo ein nærmynd
Og svo þarf ég eiginlega að sýna rönguna af því að ég er svo stolt af því :)
Það er bara alveg eins og framhliðin :) svona eins og þetta á að vera :)

Ég er líka búin að vera að fá næstumþví allt sem ég hef ofið tilbaka og þarf að undirbúa þetta alltsaman fyrir foreldraboðið. Ganga frá endunum og þvo þetta og eitthvað. En hérna eru myndir...
Barnateppið er komið. Ég er að vona að ég komist í annan vefstól með næstumþví alveg eins munstri, nema þá eru tíglarnir aðeins minni bara, og hafa það blátt. Maður verður að vera undirbúin fyrir allt :P

Rósabandið er líka alveg komið. Ég hef samt ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þetta...

Ég er líka búin að klára barnasokkana og vettlingana sem eru í stíl við húfuna sem ég prjónaði um daginn.
Það sést ekki vel á myndinni en það er svona lítil snúra fyrir ofan stroffið á vettlingunum og ég ætla að fá smá garn hjá einni stelpunni í bekknum sem er dökk fjólublátt og nota það í vettlingana svo þetta falli ekki svona inní og verði aðeins flottara :) Og hún fær garn frá mér í staðin

3 comments:

  1. Þetta eru virkilega falleg verkefni sem þú ert búin með. Eins er munstrið á sænguverasettinu afskaplega fallegt og vel saumað. Gaman að sjá rönguna :-)

    ReplyDelete
  2. það er líka sagt að rangan lýsi innri manninn :P og ég er sem sagt fullkomin ;)
    ég sýndi kennaranum rönguna og hún sagði að það væri spurning að sýna vöggusettið mitt bara á röngunni :P

    ReplyDelete
  3. Þetta er bara geggað flott hjá þér, ég er nú bara dáldið mikið stolt af þér duglega flotta frænka mín :)))

    ReplyDelete