Friday, March 30, 2012

Sérstaklega fyrir mömmu :P

Jæja, mamma fór eitthvað að forvitnast um hvort það væri ekki að fara að koma smá blogg frá mér, þannig að ég ákvað bara að drífa í þessu :)

Ég er búin að vera alveg mjög dugleg með verkefni síðustu vikur og ég ætla að setja bara allar myndirnar hérna og skrifa bara pínu um þær...ég er ekki alveg að nenna að skrifa heilar ritgerðir :P (plús það að ég er eiginlega að verða sein...)

Hérna er ég í stórglæsilegri svuntu sem ég saumaði. Neðst í svuntunni er harðangur og klaustur útsaumur. Þetta er útsaumurinn sem mér finnst flottastur held ég...allavega finnst mér hann skemmtilegastur :P ég er einmitt að gera eitthvað aukaverkefni með svoleiðis en ég get ekki sagt meira eða sett inn neinar myndir af því að þetta er væntanleg afmælisgjöf handa einhverjum ;)

Heklað hálsmen, svokallað "frjálsmen" mjög töff, fljótgert og skemmtilegt :) þetta var svo stífað í einum ræstingartíma í vikunni og kom mjög vel út :)
Heklað sjal. Ég hlakka mikið til að nota það. Það er risastórt og girnilegt :P
Gínan að máta :)
Flókaskór úr þæfðri ull. Endalaust krúttlegir :)
Aðrir. Ég átti mjög mikla ull þannig að ég nýtti hana eins og ég gat. Ég á eftir að sauma eitthvað út í þessa, en ég get ekki ákveðið hvað...og ég þarf líka að setja band í heklaða kantinn efst svo þeir detta ekki af litlum fótum :)
Vettlingar. Ég veit EKKERT hvað ég á að setja á þessa...ég reyndi að hekla kant en hann var bara asnalegur þannig að ég ætla að tala við kennarann sem kennir hekl og fá ráð hjá henni...og svo sauma eitthvað smá út í þá líka

Tilvonandi dúlluteppi. Eins og sést þá eru þetta sexhyrndar dúllur sem mér finnst ekkert smá flott. Þær eru líka svo stórar að ég efast um að ég verði neitt voðalega lengi með eitt teppi :P

Ég man ekki eftir öðrum verkefnum í bili þannig að þetta verður bara að duga í einhvern tíma. Kannski næ ég að klára eitthvað á meðan ég er í Svíþjóð...hvað er meira töff en að ferðast með heimavinnu á milli landa?

3 comments:

  1. Já já bara fyrir mömmuna en ok fine..... ég þigg sko alveg uppskriftir af sjalinu og dúlluteppinu. Finnst það ferlega töff sko. og já það er sko mega töff að ferðast með handavinnu milli landa

    ReplyDelete
  2. ég sagði ekkert bara fyrir mömmu...ég sagði sérstaklega...það er mikill munur skal ég segja þér :) en það er minnsta mál að láta þig fá uppskriftir. ég læt þig bara fá næst þegar þú kemur í bæinn :)

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir bloggið mín kær. Alltaf jafn gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera. Mér finnst hálsmenið og svuntan alveg frábær :-)

    ReplyDelete