Monday, January 23, 2012

Tvær vikur búnar

Það er alveg merkilegt hvað við erum búin að gera mikið á tveimur vikum í skólanum... Ég er að reyna að taka myndir af öllu, en það er víst bara ekkert alltaf hægt. Til dæmis náði ég ekki að taka mynd af nálapúðanum sem ég þurfti að skila í dag, af því að ég kláraði hann í skólanum í gær og var bara ekki með myndavélina mína með mér. Það er líka voðalega erfitt að taka myndir af því sem ég er vefa, en ég tek bara myndir af þessu öllu seinna :)

En hérna er ég með nokkrar myndir...
Þetta er s.s. það sem fer utanum saumastein sem við erum að gera. Þessi aðferð af bútasaum heitir "Crazy quilting" og ég verð að viðurkenna að þetta fannst mér bara alls ekki skemmtilegt. Ég er ekki bútasaumskona :P
Svo komst ég að því í morgun að við eigum að sauma út í ÖLL SAMSKEYTI á þessu...persónulega finnst mér að kennarinn hefði átt að taka það fram mikið fyrr, af því að þá hefði ég engan veginn haft svona litla búta í þessu...ég verð örugglega heila eilífð að sauma út í þetta...

En svo er önnur mynd af þessu sem sýnir litina betur. Ég er ekki nógu ánægð með hvernig þeir líta út á þessari sem er fyrir ofan...
Hún er eitthvað aðeins skárri allavega

En svo er ég núna líka búin að klára að prjóna tátiljur...
Þær líta alveg út eins og smokkfiskar, finnst mér :P en þetta var í fyrsta skipti sem ég geri kaðlaprjón svona almennilega. Ég hef einhverntímann aðeins prófað mig áfram í því, en það var bara einhver smá prufa sem ég gerði og mér fannst það ekki koma vel út. En þetta er mikið flottara

Og svo ein mynd af mér í þeim. Ég komst samt að því að það er alveg furðulega erfitt að taka góða mynd af sínum eigin fótum :P

Svo gengur annars rosa vel í öllum öðrum tímum sem ég er í. Í þessari viku er ég "númer 1" í eldhúsinu, sem þýðir að ég sé um aðalréttina. Það var djúksteiktur fiskur í orlý deigi, með kartöflum, salati og remolaðisósu. Þetta kom bara mjög vel út fannst mér.

Það gengur líka mjög vel að vefa. Ég man ekki hvort ég var búin að segja að ég væri búin með rósaband, en ég er sem sagt búin með eitt svoleiðis og ég er komin langa leið með barnateppi. Ég er búin með 72cm og teppið á að vera 1m. Ég ætla að vera búin með það fyrir næsta tíma svo ég get byrjað á einhverju öðru. Það er eitthvað svo mikið stress á því að vera bara viku með hvern hlut sem maður gerir. Það eru auðvitað bara takmarkaðir vefstólar í boði og við eigum allar að gera 4 hluti og af þeim verður að vera amk 1 rósaband, 1 værðarvoð og 1 barnateppi.

Jæja...þá er best að hætta í tölvunni og fara að læra. Ég þarf víst að vera búin með slatta af útsaum sem fyrst :P

3 comments:

  1. Rosaleg fottar tátiljurnar hjá þér. Hvað er saumasteinn?? Ég get lofað þér því að þú verður engan tíma að sauma í öll samskeytin á bútateppinu. Ég tala nú ekki um þú sem ert alvön að handsauma :-)

    ReplyDelete
  2. saumasteinn er "þriðja höndin" þegar maður er að sauma út eitthvað stórt. Þá heldur steinninn efninu niðri á borði og þá getur maður notað eina hendi til að halda og hina til að sauma...þetta er eitthvað voðalega tilgangslaust held ég, en þetta er aðallega bara til að æfa okkur fyrir það að sauma út í barnarúmföt

    Og ég skal segja þér það að handsaumur og útsaumur er sko ekki nálægt því að vera það sama. tilgangurinn með handsaum er að hann sé að halda einhverju saman og hann á að vera falinn, en útsaumur á að vera til skrauts...

    ReplyDelete