Sunday, March 11, 2012

Hekl

Þá erum við byrjaðar að læra að hekla í skólanum. Lítið mál fyrir mig í rauninni, þar sem ég hef verið að hekla í nokkuð mörg ár. Ég man ennþá þegar ég var alltaf að hekla föt á barbie dúkkurnar mínar :-P
Eina vandamálið fyrir mig var það að ég hef víst alltaf haldið vitlaust á nálinni. Það tók alveg soldinn tíma til að venjast því að gera það rétt, en þetta virðist vera komið hjá mér núna :-)

En við fengum svona pakka af heklunálum
Alveg ótrúlega flottar :-) Það er miklu skemmtilegara að hekla þegar maður er með svona skemmtilegar og litríkar heklunálar :-)

Við byrjuðum á því að hekla "ilmpoka" sem ég verð að viðurkenna að endi pottþétt ofaní kassa það sem eftir er...

Það vantar reyndar á hann blómið sem við heklum og svona snúru efst til að loka pokanum, en eins og er minnir hann mig sjúklega mikið á þessa gaura :-)
Enda eru þetta bara eiginlega akkúrat sömu litirnir :-P

En svo hekluðum við líka pottalepp...
Ég þarf í rauninni bara að festa dúlluna niður á hringinn og pressa aðeins yfir þetta.

Ég veit reyndar ekkert hvort ég á að vera búin með þetta eða ekki, en mér leiddist rosa mikið á föstudaginn þannig að ég kláraði þetta bara :-P Svona er ég dugleg ;-)

1 comment:

  1. Já þú ert þokkalega dugleg mín kæra. Flottar heklunálar

    ReplyDelete