Saturday, March 3, 2012

Smá blanda af öllu :)

Ég er ekki alveg búin að vera nógu dugleg að setja inn myndir, en ég bara bæti það upp núna :)

Foreldraboðið var auðvitað um daginn og það var mjög vel heppnað (að mínu mati allavega) við elduðum alveg þvílíkt magn af mat fyrir kvöldið...kalkúnabringur, bayonnesskinka, roast beef, síld, fiskihlaup, sjávarréttarsalat og margt margt fleira :)
Svo í eftirrétt voru ýmsar kökur, m.a. kransakaka :) hún var alveg svakalega flott og alveg nokkuð góð. Ég man ekki eftir að hafa fengið kransaköku áður, en þar sem ég er ekkert mjög hrifin af marsipani finnst mér ekki eins og ég hafi verið að missa af neitt miklu...
Ég tók eiginlega engar myndir í boðinu, heldur bara hópmynd af okkur stelpunum

Við erum alveg geggjað flottur hópur :D og geðveikt girnilegur matur

Svo var ég að tala um hvað ég var sár að geta ekki ofið barnateppi sem er mjög svipað og bleika tíglateppið, nema bara með minni tíglum. En við vorum tvær stelpur sem vildum báðar gera það og við spurðum kennarann hvort við máttum ekki taka síðustu helgi í að gera þetta teppi og svo bara setja nýja uppistöðu í stólinn strax á mánudaginn. Og það var bara ekkert mál. Ég fór sem sagt uppí skóla snemma síðasta sunnudag og eyddi tæpum fimm tímum þar að klára teppið. Og ég er alveg ótrúlega ánægð með bæði teppið og sjálfa mig :P
Ég ætlaði alltaf að hafa það blátt, en fyrst að ég var búin að gera annað teppi blátt, gat ég eiginlega ekki gert það. En ég fann ofboðslega flottan túrkís lit sem ég notaði bara í staðin :)

Svo er ég á fullu að gera skírnarkjól núna. Ég ætla að hafa tjullkjól og verð með útsaum í tjullinu á pilsinu. Ég var heillengi í gær að staðsetja munstrið rétt á tjullið og byrja að sauma það.

Þetta er munstrið. Ég ákvað að gera mit eigið af því að ég var ekki hrifin af þeim sem voru til uppí skóla. Þetta munstur var upphaflega þannig að það átti að koma rosalega hátt uppí pilsið í miðjunni að framan en mér finnst það asnalegt af því að pilsið er rykkt í mittinu, og ef útsaumurinn nær langt upp, fær saumurinn ekkert að njóta sín almennilega. Blómin voru líka rósir, en mér fannst skrítið að hafa rósir á skírnarkjól þannig að ég breytti þeim í túlipana. Svona fyrst að ég er svo hrifin af túlipönum :)

Og þarna sést hvað ég þurfti mikið að títa tjullið á blaðið og svo...
...þræða í kringum allt munstrið. Þetta pirraði mig mikið meira en sjálfur útsaumurinn. Væntanlega fyrst að ég veit að þetta verður hvort sem er tekið út þegar ég er búin að sauma út í tjullið...en ég kláraði og þetta er allt að koma :)

Og svo fyrst að ég get ekki tekið mynd af sjálfri mér að sauma, verðiði bara að ímynda ykkur að sjá mig inní eldhúsi með tvo metra af tjulli og slatta af sníðapappír í fanginu að nota stækkunarglerlampann sem er til hérna. Ég lít pottþétt út eins og einhver algjör kjáni :P

3 comments:

  1. Geggjað flott hjá þér og ég öfunda þig mjög mikið af því að sauma skírnarkjól

    ReplyDelete
  2. Ekkert smágirnilegt matarborð. Virkilega svekkjandi að hafa ekki komist á þetta. Gaman svo hvað þú úthugsar mynstrið á skírnarkjólinn. Greinilegt að þú hefur gaman að þessu námi.

    ReplyDelete
  3. Það þýðir nú ekkert að gera eitthvað sem mér finnst ekki nógu flott. Annars er nokkuð tilgangslaust að gera það finnst mér :)

    ReplyDelete