Monday, March 5, 2012

Alltaf nóg að gera :)

Jæja, þá er vetrarfríið búið...ekki það að þetta hafi verið mikið frí fyrst að ég var að vinna soldið mikið :P

Ég náði samt að dunda mér við að búa mér til lítið saumaherbergi svo ég gæti kannski saumað án þess að taka alla borðstofuna undir allar saumavélarnar og allt draslið sem fylgir þessu...það er auðvitað langbest að hafa allt dótið á einum stað :)

Þarna er flotta saumaborðið mitt og gínan mín :)

Og svo er overlockvélin með annað borð, sem breytist síðan í naglaborð þegar þess þarf

Auðvitað er ég að byrja á allskonar verkefnum í skólanum eins og venjulega :)

Ég er að byrja í fatasaum í skólanum núna. Ég hlakka rosa til að fara að gera kjól á mig :) það er langt síðan ég hef verið að gera svoleiðis í skóla...

Við byrjuðum svo að gera harðangur og klaustur í dag líka og það gengur bara ágætlega. Ég var alltaf mjög spennt að byrja á þessu af því að mér finnst svona alveg ótrúlega fallegt :)
Þarna er byrjunin. Þetta eiga að enda sem hjörtu þegar ég er komin lengra. Hinsvegar er ég alveg búin með faldinn. Þetta kallast gatafaldur og ég var soldið smeyk að byrja á því fyrst að stelpurnar sem voru að gera þetta fyrir vetrarfrí voru að bölva þessu svo svakalega að ég hélt að þetta væri eitthvað viðbjóðslega mikið mál...en svo reyndist ekki. Þetta var bara alveg mjög einfalt og fljótgert. En kannski er ég bara svona klár ;)

Ég byrjaði á öðru prjónaverkefni um helgina. Bara svona aukaverkefni samt. Ég er ekki komin neitt mjög langt, en hérna er samt mynd...
Kjóllinn á að líta svona út, eins og á myndinni þarna, og eins og sést er ég aðeins byrjuð á pilsinu og þetta gengur bara nokkuð vel. Ég er alveg búin að ná mynstrinu, þótt að það tók smá tíma að fatta það alveg 100% Ég er alveg mjög spennt að sjá hvort þetta verði ekki geðveikt flott hjá mér :)

3 comments:

  1. Frábært hjá þér að hafa sér saumaherbergi og borð undir saumavélarnar. Mikilvægt að hafa góða aðstöðu.

    ReplyDelete
  2. einmitt...en mig grunar að tinna fái ekkert herbergið sitt aftur :P

    ReplyDelete
  3. Það má reyna að pota henni á milli saumavéla þegar hún kemur í heimsókn :-)

    ReplyDelete