Sunday, January 29, 2012

Fleira skemmtilegt :)

Ég er nú reyndar alltaf að gera eitthvað skemmtilegt þessa daga :)

Það sem stendur nokkuð mikið uppúr er hvað mér finnst æðislegt að vefa. Ég tók nokkrar myndir af hvað ég er búin að vera að gera á símann minn um daginn til að sýna :)

Þetta var fyrsta verkefnið mitt: rósaband. Þetta virðist vera það sem er erfiðast, þannig að ég er bara mjög ánægð að hafa verið sett í þetta fyrst :)
Svo er hérna annað verkefni. Barnateppi. Ég þarf að öllum líkindum að gera tvö barnateppi og hitt verður blátt, þannig að þá er ég undirbúin fyrir allt :P
Og svo ein mynd af vefstólnum sem ég gerði barnateppið á.

Ég er reyndar búin að vefa sjal líka (sem er reyndar meira eins og trefill) en ég er ekkert búin að taka mynd af því. Það kemur bara seinna :)

Það versta er að ég eigi ekki minn eigin vefstól :P

Og svo erum við alltaf auðvitað að prjóna. Núna var ég að klára barnahúfu. Ég er líka að prjóna sokka í stíl, og svo eru líka vettlingar sem er hægt að gera líka.
Rosa flott :) þótt að ég segi sjálf frá :P Ætli ég hendi ekki inn mynd af húfunni, vettlingunum og sokkunum þegar ég er búin með þetta allt saman.

Svo kom slökkviliðsmaður í skólann til okkar um daginn og var með fyrirlestur um eldvarnir og þessháttar. Svo þegar hann hafði sagt allt sem hann þurfti, fórum við út í garð og fengum allar að prófa að slökkva eld. Ég náði einni mynd af honum slökkva eld, en fattaði að sjálfsögðu ekki að láta einhvern taka mynd af mér slökkva eld :P
Þetta var allavega mjög skemmtilegur skóladagur :)

Ég er líka búin að komast yfir biturleikann að þurfa að gera þennan saumastein sem ég var að segja frá um daginn og mér gengur nokkuð vel með þetta.
Það er ennþá alveg slatti sem ég þarf ennþá að gera, en þetta er allt að koma :)
Og ein nærmynd sem sýnir sporin betur

Það er ekkert annað sem ég hef að sýna, nema ein snúðakaka sem ég bakaði í síðustu viku :)
Hún var greinilega mjög góð fyrst að ég náði ekki að smakka hana. Hún kláraðist áður en ég gat fengið mér... :)

2 comments:

  1. Ég verð að segja að þetta sem þú hefur ofið er mjög flott

    ReplyDelete
  2. Greinilega með handavinnugenin úr báðum ættum :-)

    ReplyDelete