Saturday, February 4, 2012

Saumasteinninn

Það hefur líklega ekkert farið framhjá mörgum að þetta saumasteinsverkefni er ekki eitthvað sem ég var spennt fyrir eða fannst skemmtilegt að gera...en ég kláraði hann loksins. Það á einmitt að skila honum á mánudaginn og ég var bara lengur í skólanum í dag með nokkrum öðrum að sauma þetta.

Og þetta er afraksturinn:

*drumroll*


Og önnur mynd...Og ein í viðbót, af því að ég er svo stolt að vera búin með hann :)


Þetta er klárlega flottasti saumasteinninn sem ég hef á ævinni séð :P
En ég er bara nokkuð sátt við útkomuna :)

No comments:

Post a Comment