Wednesday, February 22, 2012

Undirbúningur

Það styttist alveg svakalega í þetta foreldraboð. Ekki á morgun, heldur hinn. Það er eitthvað svo bugandi við að vita hvað ég á eftir að gera mikið sem á að vera til sýnis.

Ég er búin að vera að prjóna og prjóna á milljón síðustu daga, en samt kemst ég ekkert áfram með þessa blessuðu lopapeysu :( og svo þarf að ganga frá öllum endum á teppunum sem ég hef verið að vefa og það er ótrúlega tímafrekt.

Og ég á líka eftir að þvo slatta svo það verði extra fallegt fyrir foreldraboðið.

Verst að foreldrar mínir komast ekki til að sjá þetta allt...

5 comments:

 1. Æi krúttið mitt. Kemst einhver á foreldrakvöldið með þér?

  ReplyDelete
 2. Amma talaði um að koma, en svo heyrði ég aldrei neitt meira í henni, og ég hef bara ekki talað við neinn annan

  ReplyDelete
 3. Ég held að Amman þín sé á leiðinni suður og hún er búin að tala við mig um hvað hún sé spennt að koma á foreldrakvöldið :))))

  ReplyDelete
 4. Já. Það er búið að redda þessu öllu :) Amma og Sigga ætla að koma og sjá hvað ég er virkilega dugleg í skólanum :)

  ReplyDelete