Monday, February 20, 2012

Vöggusett

Þá er ég loksins loksins LOKSINS búin með vöggusettið. Ég á reyndar eftir að brjóta það fallega saman, en það er ennþá pínu rakt þannig að það verður aðeins að bíða :P
Ég mátti ekki vera seinna að setja það í þvott af því að ég á að skila því á eftir...

Og myndir :)

Þarna er koddaverið aftur. Ennþá jafn fallegt og síðast :P (ég er ekkert montin eða neitt... :P )

Þarna er sængurverið. Það sést munstrið og textinn saman, þótt að það er eiginlega ekki hægt að lesa textann. Það sést líka lekið undir munstrinu, og þótt að mér fannst það voðalega gamaldags fyrst, finnst mér núna að þetta bindi allt sængurverið saman. Það væri einhvernveginn skrítið ef það væri ekki eitthvað til að afmarka efsta hlutann sem myndin á að vera saumuð í.

Og svo er ég með eina nærmynd af textanum. Þetta er auðvitað ekkert smá ljós litur þannig að það er soldið erfitt að ná góðri mynd sem er hægt að lesa textann af, en það stendur "Goodnight my angel, it's time to close your eyes" sem er þýtt að íslensku sem "Góða nótt engillinn minn, það er kominn tími til að loka augunum" mér finnst reyndar þýðingin mín ekkert falleg, en það er alveg pottþétt hægt að segja þetta á einhvern betri hátt. Þetta er setning úr lagi eftir Billy Joel sem mér finnst voðalega fallegt :)

Ef einhver vill hlusta á lagið, þá er þetta linkur á það á youtube: Lullaby

No comments:

Post a Comment