Friday, April 6, 2012

Teppi

Ég er búin að vera að hekla á milljón í dag. Ég er búin með heilar 9 dúllur. Þannig að það gengur bara nokkuð vel með það. Eða, mér fannst það, þangað til ég reiknaði út hvað ég þarf margar...það eiga að vera 61 dúlla í teppinu til að það verði eins og ég vil hafa það. Og ég er búin með 20...


Þarna er ég búin að raða dúllunum fallega. Það eru engar tvær dúllur eins, bara alveg eins og ég vildi hafa það. Ég hugsa núna að það hefði verið ágæt hugmynd að hafa kannski 3 mismunandi tegundir og svo hafa bara reglu á því hvar þær ættu að vera, af því að núna þarf ég eiginlega að klára þær allar og ákveða svo hvar þær eiga allar að vera, áður en ég get farið að setja þær saman. Það hefði verið miklu auðveldara að hafa þetta voðalega reglulegt og setja það saman jafnóðum, en það verður bara að hafa það :P


2 comments:

  1. Þetta er spennandi. Kannski er erfiðara að búa til 61 dúllu, enga eins, frekar er að hafa þrjár, fjórar mismunandi tegundir.

    ReplyDelete
  2. Enn möguleiki að hafa 3 eins, þú gerir bara tvær í viðbót af hverri sem þú ert búin að gera. Flottir litir í þessu hjá þér, þetta verður örugglega flott hjá þér, hvernig sem þú ákveður að klára það.
    Kveðja frá Suðureyri city,
    Sigga

    ReplyDelete