Saturday, April 28, 2012

Foreldraboð 2

Í gær var foreldraboð fyrir hinn hópinn í skólanum og við hinar sáum um að allt yrði flott og engin matur vantaði og allt var hreint og fínt :) þetta var alveg rosalega flott og vel heppnað, þótt að manni var soldið mikið illt í bakinu og fótunum þegar þetta var allt búið :)

En ég tók slatta af myndum :)

Þarna sést flotti barnakjóllinn sem ég prjónaði og svo er dúlluteppið mitt undir öllu hinu sem er á borðinu
Fullt af litlum húfum :)
Þarna eru hekluðu ilmpokarnir og pottalepparnir sem við þurftum að gera. Mitt er þetta ljósbláa með grænu og gulu blómi til hægri á myndinni fyrir ofan þetta bleika og fjólubláa :)
Þetta er kjóllinn sem ég saumaði á mig. Ég mætti með gínuna mína uppí skóla til að geta sýnt kjólinn minn almennilega. Hann nýtur sín akkúrat ekki neitt hangandi á herðatréi...
Þetta er kjóllinn minn alveg fremst
Þetta eru allar svunturnar sem við erum búnar að vera að sauma

Þetta er púðinn sem handavinnukennarinn bað mig um að gera aukalega til að fá smá feedback um hvernig þetta verkefni er. Hún ætlar að hafa eitthvað svipað á næstu önn í staðin fyrir saumasteinana fyrst að þeir voru svo óvinsælir :P
Þarna sjást bleiku flókaskórnir sem ég gerði, fyrir aftan hvítu flókaskóna sem Katrín, vinkona mín gerði. Við skiptum á pínu ull til að fá smá auka lit í skóna :)
Þetta er nálapúðinn minn, sem var alveg fyrsta verkefnið sem ég gerði, en gleymdi alltaf að taka mynd af...
Þessir flókaskór fyrir neðan kjólinn eru frá mér líka. Það sést samt ekki alveg nógu vel að það eru líka vettlingar fyrir framan þá, og það eru stjörnur saumað út í bæði
Það var ekkert smá mikið sem var á þessari sýningu. Mér finnst soldið leiðinlegt að sýningin hjá mér var svo snemma á önninni, það var ekki helmingurinn af þessu tilbúið fyrir gestina okkar að sjá...
Þarna erum við allar, sætar og fínar í Húsó bolum og svuntum, tilbúnar til að fara að taka á móti gestum :)
Þetta eru svona "aðal" vinkonurnar mínar í bekknum. Sunneva, Halla, ég, Unnur, Magga og Katrín
Svo var kominn smá galsi í okkur þegar það var eiginlega búið að gera allt þannig að við fórum í flippmyndatöku :)

Sunday, April 22, 2012

Barnakjóll

Þið munið kannski eitthvað eftir barnakjólnum sem ég var byrjuð að prjóna fyrir löngu...ég var loksins að klára hann áðan :)

Ekkert smá sætur :) Ég á bara eftir að setja eina tölu í hann og þvo hann og þá er hann tilbúinn til þess að vera á sýningu :)

Saturday, April 7, 2012

Teppið aftur

Þá er ég komin mikið lengra en í gær. Það eru komnar 34 dúllur, þannig að ég er rétt rúmlega hálfnuð :D

Þetta verður awesome teppi :)

Friday, April 6, 2012

Teppi

Ég er búin að vera að hekla á milljón í dag. Ég er búin með heilar 9 dúllur. Þannig að það gengur bara nokkuð vel með það. Eða, mér fannst það, þangað til ég reiknaði út hvað ég þarf margar...það eiga að vera 61 dúlla í teppinu til að það verði eins og ég vil hafa það. Og ég er búin með 20...


Þarna er ég búin að raða dúllunum fallega. Það eru engar tvær dúllur eins, bara alveg eins og ég vildi hafa það. Ég hugsa núna að það hefði verið ágæt hugmynd að hafa kannski 3 mismunandi tegundir og svo hafa bara reglu á því hvar þær ættu að vera, af því að núna þarf ég eiginlega að klára þær allar og ákveða svo hvar þær eiga allar að vera, áður en ég get farið að setja þær saman. Það hefði verið miklu auðveldara að hafa þetta voðalega reglulegt og setja það saman jafnóðum, en það verður bara að hafa það :P


Saturday, March 31, 2012

Alveg rétt...

Ég gleymi að láta það fylgja í gær að við vorum að búa til sultu í skólanum :)

Ég og ein önnur stelpa vorum látnar búa til marmelaði og ég er ekki frá því að þetta var bara besta marmelaðið í heiminum :P

Verst að ég eigi ekki nógu margar krukkur til að búa til sjálf :P

Friday, March 30, 2012

Sérstaklega fyrir mömmu :P

Jæja, mamma fór eitthvað að forvitnast um hvort það væri ekki að fara að koma smá blogg frá mér, þannig að ég ákvað bara að drífa í þessu :)

Ég er búin að vera alveg mjög dugleg með verkefni síðustu vikur og ég ætla að setja bara allar myndirnar hérna og skrifa bara pínu um þær...ég er ekki alveg að nenna að skrifa heilar ritgerðir :P (plús það að ég er eiginlega að verða sein...)

Hérna er ég í stórglæsilegri svuntu sem ég saumaði. Neðst í svuntunni er harðangur og klaustur útsaumur. Þetta er útsaumurinn sem mér finnst flottastur held ég...allavega finnst mér hann skemmtilegastur :P ég er einmitt að gera eitthvað aukaverkefni með svoleiðis en ég get ekki sagt meira eða sett inn neinar myndir af því að þetta er væntanleg afmælisgjöf handa einhverjum ;)

Heklað hálsmen, svokallað "frjálsmen" mjög töff, fljótgert og skemmtilegt :) þetta var svo stífað í einum ræstingartíma í vikunni og kom mjög vel út :)
Heklað sjal. Ég hlakka mikið til að nota það. Það er risastórt og girnilegt :P
Gínan að máta :)
Flókaskór úr þæfðri ull. Endalaust krúttlegir :)
Aðrir. Ég átti mjög mikla ull þannig að ég nýtti hana eins og ég gat. Ég á eftir að sauma eitthvað út í þessa, en ég get ekki ákveðið hvað...og ég þarf líka að setja band í heklaða kantinn efst svo þeir detta ekki af litlum fótum :)
Vettlingar. Ég veit EKKERT hvað ég á að setja á þessa...ég reyndi að hekla kant en hann var bara asnalegur þannig að ég ætla að tala við kennarann sem kennir hekl og fá ráð hjá henni...og svo sauma eitthvað smá út í þá líka

Tilvonandi dúlluteppi. Eins og sést þá eru þetta sexhyrndar dúllur sem mér finnst ekkert smá flott. Þær eru líka svo stórar að ég efast um að ég verði neitt voðalega lengi með eitt teppi :P

Ég man ekki eftir öðrum verkefnum í bili þannig að þetta verður bara að duga í einhvern tíma. Kannski næ ég að klára eitthvað á meðan ég er í Svíþjóð...hvað er meira töff en að ferðast með heimavinnu á milli landa?

Tuesday, March 13, 2012

Barnaföt o.fl

Jæja, þá er ég búin að vera alveg ofurdugleg við barnafatasaum :) Ég er búin að sauma barnakjól og smekkbuxur.
Þarna er kjóllinn að framan...

Og að aftan :)

Það er eitthvað soldið sem minnir mig á Teenage Mutant Ninja Turtles við þennan kjól :P En það er bara töff ;)

Og svo eru það smekkbuxurnar...
Ég setti barnapeysuna innaní buxurnar, af því að þetta á víst að vera sett :) Ég held að það sést ekki á myndinni, en tölurnar eru litlar maríubjöllur :)

Og svo er ég búin að vera voðalega dugleg að sauma harðangur og klaustur verkefnið mitt...fyrst að ég hef ekkert betra að gera þegar ég er heima... :P

Ég er ekki alveg nógu ánægð með þetta. Þetta eiga að vera hjörtu, en mér finnst, að með því að hafa þau svona samliggjandi, að ég hafi alveg tapað munstrinu. Þetta er eiginlega bara eins og einhversskonar bylgjumunstur...maður sér í rauninni bara að þetta eru hjörtu ef maður veit hvað þetta er...en þetta er nú samt ekki ljótt, og einhvernveginn efast ég um að ég muni hafa þessa svuntu á mér neitt svakalega oft :P